Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar

september 24, 2010
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar voru afhentar í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi.
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar eru veittar árlega og auglýst er eftir tilnefningum á hverju vori. Fenginn er hópur fólks til að skoða þá staði sem tilnefndir eru. Sá hópur leggur fram tillögu til umhverfisnefndar um hver eigi að hljóta viðurkenningu í hverjum flokki. Að þessu sinni bárust 15 tilnefningar og eftirtaldir hlutu viðurkenningarskjöl og rósir:
1. Myndarlegasta bændabýlið 2010.
Arnbjargarlækur.
2. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2010.
Þórðargata 30.
3. Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2010.
Ferðaþjónustan Fossatúni.
4. Sérstök viðurkenninn vegna umhverfismála 2010.
Halldór Einarsson starfsmaður á Gámastöðinni í Borgarnesi.
 
Hægt er að sjá hverjir hafa hlotið viðurkenningar undanfarin ár hér á heimasíðunni undir Starfsemi/umhverfismál.
 

Share: