Umhverfisnefnd Borgarbyggðar óskaði eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins fyrir 17. ágúst síðastliðinn um fallegasta garðinn, snyrtilegustu götuna, myndarlegasta bændabýlið, snyrtilegasta frágang lóðar atvinnuhúsnæðis og lóð atvinnuhúsnæðis sem er í mestri framför frá árinu á undan.
Lionsklúbburinn Agla og umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar sáu um að taka við tilnefningunum. Á fimmta tug tilnefninga bárust. Félagskonur í Lionsklúbbnum Öglu sjá um að velja þá sem viðurkenningu hljóta og verða úrslitin kynnt á íbúafundi um Staðardagskrá 21 í október.
Mynd: Björg Gunnarsdóttir.