Á Sauðamessu laugardaginn 1. október voru umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar afhentar. Eitt býli og þrjár lóðir hlutu viðurkenningu að þessu sinni.
- Snyrtilegasta bændabýlið: Ölvaldsstaðir IV.
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2016: Fjóluklettur 18 Borgarnesi
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2016: Lóð Orkuveitunnar Sólbakka Borgarnesi.
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2016: Jófríður Leifsdóttir Túngötu 15 Hvanneyri fyrir fallegan garð svo og halda snyrtilegu umhverfi í nágrenni sínu.
Á myndinni, sem fengin er af vef Skessuhorns, eru handhafar verðlaunahafa eða fulltrúar þeirra ásamt Jónínu Ernu Arnardóttur sem afhenti verðlaunin. Neðri myndin er svo af Guðrúnu Hilmisdóttir afhenda Guðmundi Brynjólfssyni hjá Veitum ohf viðurkenninguna.