Umhverfissjóður íslenskra fjallaleiðsögumanna

mars 11, 2016
Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti til verndunar náttúru Íslands.
Tilteknum hluta styrkjanna er úthlutað verkefni tengdu gönguleiðinni frá Landmannalaugum til Skóga en einnig er hægt að sækja um verkefni á öðrum stöðum á landinu til uppbyggingar, viðhalds og endurbóta mannvirkja, stígagerð og uppgræðslu.
 
Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila.
Umsóknarfrestur rennur út 10. april 2016.
 

Share: