Umhverfisráðherra í heimsókn

apríl 18, 2006
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra heimsótti Borgarbyggð s.l. miðvikudag ásamt fulltrúum frá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisráðuneytinu. Í upphafi heimsóknar fundaði hún með bæjarráði Borgarbyggðar og slökkviliðsstjóra um afleiðingar sinubrunans á Mýrunum 30. mars til 2. apríl s.l. og stjórn og skipulag slökkvistarfsins. Á fundinum kom fram að Umhverfisráðherra hefur þegar falið Náttúrufræðistofnun Íslands að rannsaka áhrif eldanna á lífríkið og mun stofnunin fylgist náið með framvindu gróðurs og dýrlífs á svæðinu á næstu árum. Þá hefur ráðherra falið Brunamálastofnun að fjalla um mögulegar aðgerðir til að draga úr hættu vegna hugsanlegra sinuelda hér á landi.
 
Að fundi loknum var farið í skoðunarferð um brunasvæðið undir leiðsögn þeirra Sigurðar Jóhannssonar á Kálfalæk og Finnboga Leifssonar í Hítardal.
 
 

Share: