Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri

janúar 6, 2015
Ný reglugerð og lög um skipan lögreglustjóra- og sýslumannsembætta í landinu tóku gildi um áramót. Úlfar Lúðvíksson fyrrum sýslumaður á Patreksfirði hefur tekið við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi og Jón Haukur Hauksson lögmaður verður fulltrúi lögreglustjóran.

Þá varð Lögreglan á Vesturlandi til um áramótin þegar lögregluliðin á Akranesi, Borgarfirði og Dölum og á Snæfellsnesi sameinuðust í eitt lögreglulið. Yfirlögregluþjónar verða þrír. Almenna löggæslan heyrir undir Jón Sigurð Ólason, Ólafur Guðmundsson verður með rannsóknadeild og úrvinnslu löggæslumyndavéla og Theodór Kr. Þórðarson verður með stoðdeild, skrifstofu og fjölmiðlamál.
Sjá nánar á vef Skessuhorns: http://www.skessuhorn.is/frettir/nr/192538/

 

Share: