Tveggja Húsfellinga minnst í Safnahúsi

september 19, 2011
Á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu tveggja frændsystkina sem tengjast bænum Húsafelli í Hálsasveit, þeirra Guðrúnar Jónsdóttur vinnukonu þar og Kristleifs Þorsteinssonar bónda og fræðimanns á Stóra Kroppi, en hann var fæddur á Húsafelli. Af þessu tilefni hefur verið sett upp örsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem ýmislegt sem tengist Guðrúnu og Kristleifi er sýnt og sagt frá ævi þeirra og fjölskyldu.
Uppstilling sýningarinnar var í höndum Þóru H. Þorkelsdóttur.
Sýningin verður höfð uppi til 13. nóvember og er opin alla virka daga frá 13-18. Myndina tók Guðrún Jónsdóttir.
 

Share: