Truflanir á þjónustu hitaveitu – fréttatilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur

nóvember 8, 2012
Vegna endurbóta á heitavatnslögninni frá Deildartungu verða truflanir á þjónustu hitaveitunnar á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit nú í vikunni. Fyrirhugað er að tengja nýjan 3,2 km langan kafla í aðina í landi Hests og Kvígsstaða. Þar hafa bilanir verið tíðar síðustu ár.
Verkáætlunin er þessi en hún getur breyst ef veður verður óhagstæðara en spár gera ráð fyrir:
* Þriðjudagur 6. nóvember: Rennsli um aðveituæð stöðvað að morgni. Verður komið á að nýju seint að kveldi, e.t.v. eftir miðnætti.
* Miðvikudagur 7. nóvember: Vatnsbirgðum safnað í geyma.
* Fimmtudagur 8. nóvember: Rennsli um aðveituæð stöðvað að morgni. Verður væntanlega komið á að nýju undir kvöld.
* Föstudagur 9. nóvember. Vatnsbirgðum safnað í geyma.
 
Þessa daga verður minni þrýstingur á heitu vatni í öllum dreifikerfum á svæðinu, það er á Akranesi, í Borgarnesi, á Hvanneyri og Hagamel í Hvalfjarðarsveit.
Það mun ráðast nokkuð af veðri hversu áhrifin verða mikil á atvinnulíf og þjónustu, en ljóst er að sundlaugar á svæðinu verða lokaðar þessa daga.
Íbúar á svæðinu er beðnir um að fara sparlega með heita vatnið þessa daga. Ráðlegt er að hafa glugga og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að það kólni síður í húsum.
 

Share: