Troðfullt hús á söngvakeppni Óðals.

febrúar 1, 2005
Síðasta föstudagskvöld var mikil söngvahátíð í Félagsmiðstöðinni Óðali en þá fór fram árleg söngvakeppni unglingana.
Fjórtán atriði voru flutt með tilheyrandi sviðsframkomu og dansatriðum.Í ár voru það stöllurnar Hugrún, Martha og Gunnhildur sem stóðu sig best að mati dómnefndar og fara þær áfram í Vesturlandskeppnina sem haldin verður í Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 17. febrúar n.k. í umsjón Félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Þarna er um landshlutakeppni að ræða og því ræðst þarna hvaða þrjú atriði frá félagsmiðstöðum af Vesturlandi verða fulltrúar á Söngvakeppni Samfés 5. mars.Söngvakeppni yngri þ.e. 5. – 7. bekkur verður svo haldin daginn áður eða 16. febrúar og verður hún að þessu sinni haldin á hótelinu en ekki í Óðali vegna þess að félagsmiðstöðinn er einfaldlega ekki nógu stór vegna vinsælda þeirra keppni.
ij.
 

Share: