Tré ársins í Borgarnesi

ágúst 27, 2008

Árlega velur Skógræktarfélag Íslands tré ársins og að þessu sinni hefur orðið fyrir valinu purpurahlynur í Borgarnesi. Hátíðleg athöfn í tilefni af því verður sunnudaginn 31. ágúst kl. 13:00. Safnast verður saman hjá landnámsvörðunni við innganginn að Skallagrímsgarði og gengið að gerseminni. Hlynurinn er talinn vera eitt af glæsilegri trjám í Borgarbyggð og á það sér meira en 60 ára langa sögu.

 

Share: