Traust – Leiðtogafræðsla á starfsdegi skóla

nóvember 5, 2018
Featured image for “Traust – Leiðtogafræðsla á starfsdegi skóla”

Á starfsdegi skóla í Borgarbyggð hélt Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi fræðsluerindi fyrir starfsfólk leikskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Frá árinu 2014 hafa skólarnir byggt starf sitt á hugmyndafræði Leiðtogans í mér. Leiðtoginn í mér ferlið er byggt á sjö venjum til árangurs og skilar meiri námsárangri, minna einelti, færri agavandamálum og aukinni þátttöku kennara og foreldra.

Hóf Guðrún umfjöllun sína á að rifja upp sjö venjur til árangurs sem nemendur og kennarar hafa tileinkað sér á síðastliðnum árum. Því næst lagði hún áherslu á fimm bylgjur trausts sem eru; sjálfs traust, sambands traust, vinnustaða traust, markaðs traust og samfélags traust. Ræddi hún mikilvægi þess að sýna heilindi og skýran ásetning í störfum sínum og góða færni með árangur í huga.

Átti starfsfólk góða samverustund á Varmalandi fyrir hádegi en nýttu starfsdaginn eftir hádegi hver í sínum skóla.


Share: