Nú í vikunni hefst vetrarstarf Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Kennarar hitta nemendur og raða niður á tíma fimmutdaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst næstkomandi og kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst.
Enn er hægt er að bæta við nokkrum nemendum í gítar og á blásturshljóðfæri. Einnig er velkomið að sækja um á önnur hljóðfæri. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í síma 437 2330 eða sendi tölvupóst á tskb@simnet.is .
Upplýsingar um skólann er hægt að finna á heimasíðu Borgarbyggðar: https://borgarbyggd.is/starfsemi/fraedslumal/tonlistarskoli-borgarfjardar/ .