Tónlistarskólinn fær andlitslyftingu

september 29, 2014
Síðusta daga hafa staðið yfir framkvæmdir á framhlið tónlistarskólahússins, hamarshöggin hafa hljómað skemmtilega í takt við tónlistina innan dyra. Nýir gluggar eru komnir á neðri hæðina og er ásýnd skólans að taka á sig bjartari mynd. Einnig verður betra rými fyrir framan húsið þar sem runnarnir við húsið voru fjarlægðir. Það birtir töluvert til í og við húsið auk þess sem allt verður miklu huggulegra við skólann.
 

Share: