Tónlistarskóli Borgarfjarðar 50 ára.

september 5, 2017
Featured image for “Tónlistarskóli Borgarfjarðar 50 ára.”

Fimmtudaginn 7. september næstkomandi verða 50 ár liðin frá stofnun Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Tónlistarfélag Borgarfjarðar hafði forgöngu að stofnun skólans.

Haldið verður upp á daginn með opnu húsi á sjálfan afmælisdaginn. Skólinn mun bjóða upp á hádegissnarl í skólanum, Borgarbraut 23, Borgarnesi, kl. 12:00. Einnig er gestum  velkomið að fylgjast með kennslu allan daginn. Dagskrá afmælisdagsins endar á tónleikum í Borgarneskirkju kl. 20:00. Á tónleikunum kemur fram tónlistarfólk sem útskrifast hefur frá skólanum gegnum árin.

Allir eru velkomnir og vonast aðstandendur skólans til að sem flestir sjái sér fært að líta við og koma á tónleika.

Afmælishátíðarhöld munu svo halda áfram í vetur og verður skólinn með ýmsar uppákomur, í nóvember verður söngleikurinn Móglí sýndur í Hjálmakletti og eftir áramótin verða m.a. kennaratónleikar. Þannig að það er margt að hlakka til.

 


Share: