Tónleikar Svavars Knúts

nóvember 21, 2012
Tónlistarfélag Borgarfjarðar minnir á tónleika Svavars Knúts í Landnámssetrinu fimmtudagskvöldið 22. nóv. Sveitin milli stranda, sem skipuð er ungmennum úr héraði, hitar upp. Dagskráin hefst klukkan 20.00. Miðaverði er stillt í hóf og aðgangur er ókeypis fyrir yngri en 18 ára! Svavar Knútur hefur undanfarin ár getið sér gott orð, jafnt innanlands og utan, með skemmtilegri sagnamennsku, frumsömdum lögum og nýjum og innilegum útgáfum af íslenskum sönglögum.

 

Share: