Tónfundavika í Tónlistarskóla Borgarfjarðar

október 6, 2011
Vikuna 10.-14. október verður tónfundavika í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Haldnir verða tónfundir í Tónlistarskólanum kl. 18:00 mánudag – fimmtudag. Einnig verða haldnir tónfundir á skólatíma í dreifbýlisskólunum. Á föstudeginum munu nokkrir nemendur úr skólanum heimsækja félagsstarf aldraðra að Borgarbraut 65a og halda tónleika kl. 13:30. Tónfundirnir eru öllum opnir.
Á myndinni er Gunnar Örn Ómarsson nemandi Tónlistarskólans að leika á flygilinn.
 
 

Share: