Tíu ára afmæli Borgarbyggðar

júní 15, 2004

Þau voru heiðruð fyrir framlag sitt til samfélagsins í Borgarbyggð: Aftari röð F.v. Sæmundur Sigmundsson, Bjarni Bachman, Snorri Þorsteinsson, Bjarni Valtýr Guðjónssson, Guðmundur Ingimundarson, Konráð Andrésson og Jón Þór Jónasson.
Fremri röð f.v. Elsa Arnbergsdóttir, Freyja Bjarnadóttir og Sigrún Símonardóttir

Síðastliðinn föstudag var þeim tímamótum fagnað að tíu ár eru liðin frá því sveitarfélagið Borgarbyggð varð til með sameiningu sveitarfélaga í Mýrasýslu. Afmælishátíðin hófst með opnun sýningar um verslunarsögu Borgarness í gamla Pakkhúsinu við Búðarklett sem tekið hefur verið í notkun á ný eftir gangerar endurbætur. Um leið var afhjúpaður skjöldur á nokkurskonar sagnavörðu við Brákarsund sem er ein af mörgum sem hlaðnar hafa verið og marka upphafið af starfsemi landnámsseturs í Borgarnesi.
Sjálf afmælisveislan var síðan á Hótel Borgarnesi en þar var boðið upp á veitingar og skemmtidagskrá og tíu einstaklingar í sveitarfélaginu voru heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins.

 
Setið að snæðingi

Halldóra Friðjónsdóttir söng á afmælishátíðinni.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Unnur Halldórsdóttir lét gamminn geysa um Borgarbyggð fyrr og nú eins og henni er einni lagið.
Sagnavarða við Brákarsund afhjúpuð.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ferðamenn og heimamenn geta hér eftir rekið í vörðurnar á söguslóðum Egils.
Verslunarsaga Borgarness er til sýnis í gamla pakkhúsinu en Páll Guðbjartsson hafði veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 


Share: