Frá umhverfisfulltrúa: Minnt er á að hin árlega ormahreinsun hunda og katta verður um mánaðarmótin nóvember – desember eins og undanfarin ár. Sent verður út dreifibréf á mánudaginn 23. nóvember.
Allir hunda og kattaeigendur í Borgarbyggð þurfa að hafa leyfi fyrir gæludýrum sínum en mikill misbrestur er á því og upplýsingar liggja fyrir um 60 eigendur dýra sem ekki eru á skrá og verður haft samband við þá á næstu vikum. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ákvað nýverið að herða eftirlit með óskráðum dýrum í þéttbýli vegna stöðugra kvartanna frá íbúum vegna lausra hunda, hundaskít, fjölda katta, villikatta, hunda- og kattaeigenda í fjölbýlishúsum sem ekki hafa leitað leyfis hjá nágrönnum osfrv. Því eru þeir eigendur hunda og katta í þéttbýli sem ekki eru með dýr sín á skrá hjá sveitarfélaginu vinsamlegast beðnir um að skrá þau sem fyrst til að ekki þurfi að koma til handsömunar dýranna. Þéttbýli Borgarbyggðar samkvæmt hunda- og kattasamþykkt Borgarbyggðar eru Borgarnes, Bifröst, Hvanneyri, Varmaland, Reykholt og Kleppjárnsreykir. Frekari upplýsingar um reglur sem varða hunda og ketti er að finna á heimasíðu Borgarbyggðar. Nánari upplýsingar má finna á: