Skolun um brunahana í Borgarnesi í efri hluta bæjarins hófst um kl. 9 á sunnudag og lauk um kl. 15.
Nú undanfarna daga eftir að nýi síubúnaðurinn var settur upp í dælustöð Grábrókarhrauni hefur OR unnið að skolun lagna milli Bifrastar og Borgarness ásamt dreifikerfum í sumarhúsahverfum. Skolað er út um brunahana og tæmiloka á lögnunum.
Við skolun í Borgarnesi er dælt bæði frá Grábrók og Seleyri til þess að fá gnægð vatns inná kerfið. Þrátt fyrir það getur orðið þrýstifall sérstaklega næst þeim hönum sem opnir eru og vegna þess hversu byggð stendur mishátt í Borgarnesi bitnar það mest á þeim húsum sem standa hátt.
Skolun lýkur í dag mánudag með því að skolað verður í neðri hluta bæjarins.