Kæru íbúar
Eins og margir hafa orðið varir við hefur útisundlaugin í Borgarnesi verið köld undanfarið. Þetta er vegna mikillar vindkælingar sem verður, sérstaklega í vestanátt, þar sem skjól er lítið fyrir vindi úr þeirri átt. Allar götur síðan laugin var byggð árið 1997 hefur hún kólnað svona í vestanátt. Vestanátt er ekki ríkjandi vindátt í Borgarnesi, en hefur verið tíð að undanförnu og virðist ætla að verða eitthvað áfram ef marka má veðurspá.
Í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar hangir uppi tilkynning um hitastig laugarinnar hverju sinni og fólk er beðið að kynna sér það áður en farið er út í laug. Þá eru allir velkomnir í innilaugina á skólatíma eins og í annan tíma. Þar er gert ráð fyrir almennu sundi á einni braut. Fólk er hvatt til að nýta sér það.
Við erum búin að hafa samband við hönnuði hitakerfis laugarinnar og fleiri aðila. Verið er að athuga hvað hægt er að gera til að minnka kælingu við þessar aðstæður. Um leið og vind lægir fer búnaðurinn að hafa undan og laugin hitnar á ný.
Með bestu kveðju og von um betri tíð,
Starfsfólk íþróttamiðstöðvar Borgarness