|
Gísli tekur við blómum frá sveitarstjórn |
Í tilefni tvennra Edduverðlauna Gísla Einarssonar fréttamanns, heimsóttu Páll Brynjarsson sveitarstjóri og Ragnar Frank Kristjánsson forseti sveitarstjórnar, Gísla á skrifstofu RÚV í Borgarnesi í gær og færðu honum blómvönd frá sveitarstjórn. Eins og kunnugt er var Gísli valinn sjónvarpsmaður ársins og Landinn, sem Gísli ritstýrir, var valinn frétta- og mannlífsþáttur ársins.
Gísli er vel að þessum verðlaunum kominn og ánægjulegt fyrir okkur að starfsmaður RÚV á Vesturlandi skuli hljóta þennan heiður fyrir störf sín, en eins og íbúum er kunngt ritstýrir Gísli Landanum frá Borgarnesi. Vonandi verður þessi viðurkenning til þess að efla enn frekar starfsemi RÚV í Borgarnesi.