Þroskaþjálfa vantar í leikskólann Klettaborg

ágúst 11, 2010
Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir þroskaþjálfa frá 1. september 2010.
Um er að ræða 68,75% stöðu, vinnutími kl. 10.00-16.00 (30 mín. matarhlé).
Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða – 6 ára. Megináhersluatriði leikskólans eru samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar.
Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir jákvæðni, færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum.
 
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
 
Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði.
 
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst n.k. og þurfa umsóknir að berast til leikskólastjóra.
 
Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 437-1425 eða á netfanginu steinunn@borgarbyggd.is.
 

Share: