Þrettándagleði í Borgarnesi

janúar 3, 2013
Frá Bjögunarsveitinni Brák og Borgarbyggð:
Komum saman í Englendingavík
Við kveðjum jólin með glæsilegri flugeldasýningu í Borgarnesi á þrettándanum, sunnudaginn 6. janúar.
Dagskráin hefst í Englendingavík kl. 17.30 með söng og gleði, en þeir kappar Orri og Halli Hólm sjá til þess að allir skemmti sér. Úr Englendingavík verður frábært að fylgjast með flugeldasýningunni, en auk þess að skjóta upp af bryggjunni í Brákarey mun Björgunarsveitin Brák líka vera með sýningu í Litlu-Brákarey.
Við vekjum athygli á því að ekki eru mörg bílastæði við Brákarsund og því er upplagt að skilja bílinn eftir heima og rölta í Englendingavík eða nýta sér bílstæði við þjónustustofnanir í gamla miðbænum. Á meðan á flugeldasýningunni stendur verður umferð í Brákarey takmörkuð. Flugeldasýningin í Brákarey kemur í stað þrettándabrennu sem undanfarin ár hefur verið á Seleyri.
Allir velkomnir
 
 

Share: