Þerttándabrenna sveitarfélagsins á Seleyri tókst með miklum ágætum í gær. Það voru félagar í björgunarsveitinni Brák sem sáu um þrettándabrennuna að þessu sinni. Fjölmenni var á staðnum og brennan með stærsta móti. Flugeldasýningin var vel heppnuð og falleg, jafnvel úr mikilli fjarlægð. Hér til hliðar má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af flugeldasýningunni. Boðið var upp á fleiri skemmtiatriði m.a. var Þórhallur Þórhallsson skemmtikraftur með uppistand og Steinunn Pálsdóttir og drengirnir sungu sjö lög.
Myndir með frétt tók Hildur Sigurgrímsdóttir (1 mynd) og Sigurjón Einarsson (5 myndir)