Þorrablót hjá tómstundaskóla Borgarbyggðar

febrúar 18, 2008
Í síðusu viku var haldið þorrablót hjá krökkunum í tómstundaskólanum. Gunnhildur Harðardóttir forstöðumaður skólans hafði af því tilefni samband við Safnahús Borgarfjarðar og fékk munavörðinn þar, Sigrúnu Elíasdóttur, til að koma og sýna krökkunum nokkra muni af byggðasafninu. Sigrún kom meðal annars með gamla tunnustafi sem notaðir voru sem skíði áður fyrr. Það vakti mikinn áhuga hjá börnunum að heyra sagt frá gömlum tímum.
Meðfylgjandi myndir tók Gunnhildur Harðardóttir.

Share: