
Spurningarnar eru af ýmsum toga og miða allar að því að fá fram skoðanir/álit íbúa á þjónustu sveitarfélagsins. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íbúana að hafa áhrifa á þjónustuna og aðstoða um leið stjórnendur sveitarfélagsins við að bæta þjónustuna enn frekar og gera hana eins og best þekkist hjá öðrum sveitarfélögum. Eins og fyrr segir er úrtakið 2.000 manns sem er mjög hátt hlutfall íbúa á aldrinum 18-80 ára. Góð þátttaka í könnuninni ætti því að gefa góða mynd af því hvernig íbúarnir upplifa þjónustu sveitarfélagsins.
Þeir íbúar sem fá boð um að taka þátt eru hvattir til að þiggja það og leggja þar með sitt af mörkum við að efla þjónustuna. Því betri þátttaka, því meiri líkur eru á að könnunin skili tilætluðum árangri.
Ljósmynd: Þorgerður Gunnarsdóttir.