Borgarnesnefndin er samstarfsnefnd bæjarstjórnar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um athugun helstu valkosta á framtíðarlegu Þjóðvegar 1 um Borgarnes.
Borgarnesnefndin tók til starfa haustið 1999 og hefur nú lokið störfum með útgáfu skýrslu sem ber heitið:
ÞJÓÐVEGUR 1 UM BORGARNES – SAMANBURÐUR VALKOSTA. (Adobe Acrobat skjal)
Borgarnesnefndin efnir til kynningarfundar um málefnið að Hótel Borgarnesi
þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 20,oo.
Dagskrá:
1. Aðdragandi verkefnisins
Stefán Kalmansson bæjarstjóri.
2. Kynning verkefnisins – samanburður valkosta
Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, VST
Richard Ólafur Briem, VA arkitektar
Örn Steinar Sigurðsson, VST
3. Fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri: Magnús Valur Jóhannsson, Vegagerðin.