
Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður víðar fagnað um sveitarfélagið. Á Hvanneyri stendur Ungmennafélagið Íslendingur fyrir dagskrá og þjóðhátíðargrilli.
Í Lindartungu verða ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk með leiki og veitingar. Í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá.
Í Logalandi verður Ungmennafélag Reykdæla með afmælishátíð. Nánar er þetta auglýst á viðkomandi stöðum.
Mynd úr Skallagrímsgarði: Björg Gunnarsdóttir