Hannyrðasýning Katrínar Jóhannesdóttur, „Þá er það frá…“, opnar í Safnahúsi Borgarfjarðar föstudaginn 12. júní kl. 16. Sýningin stendur til 31. júlí. og er opin alla virka daga frá 13.00 – 18.o0. Á sýningunni má sjá afrakstur Danmerkuráranna þaðan sem Katrín er hannyrðamenntuð, vetursins í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, saumaskap síðkvöldanna, ásamt prjónalínu Katý design. Sýninguna hefur Katrín ákveðið að tileinka ömmu sinni, Hólmfríði Jóhannesdóttur, sem lést þann 6. janúar sl. Allir eru velkomnir.