„Það fæðist enginn atvinnumaður“

desember 5, 2011
Þriðjudaginn 6. desember bjóða Ungmennafélögin Skallagrímur og Íslendingur og Hestamannafélagið Faxi fólki að hlýða á fyrirlestur Loga Geirssonar „Það fæðist enginn atvinnumaður“. Í fyrirlestrinum fer Logi yfir markmiðasetningu, mataræði, sjálfstraust, hugarfar og margt fleira sem vert er að huga að þegar við stefnum að ákveðnum markmiðum. Fyrirlesturinn sem verður í Hjálmakletti og hefst kl. 18.30 höfðar til allra aldurshópa og eru allir velkomnir!
Sjá auglýsingu hér.
 

Share: