Tekið til hendinni

febrúar 2, 2007
Krakkar í níundu bekkjum Grunnskólans í Borgarnesi eru að safna fé til að geta farið og heimsótt danska jafnaldra sína í haust. í gær komu þau í ráðhúsið vel búin til að geta farið í tiltekt á götum bæjarins í nokkra tíma til fjáröflunar. Um leið og þau hófu störfin versnaði veðrið til muna, en þau voru flest vel búin og létu rigninguna ekki á sig fá. Talsvert af rusli var hirt upp þetta síðdegi og munaði mikið um þetta framtak.
Meðfylgjandi mynd tók Jökull Helgason á tröppum ráðhússins þegar hópurinn var að um það bil að hefja störf.

Share: