Takk Guðmundur!

janúar 28, 2025
Featured image for “Takk Guðmundur!”

Nýtt bráðabirgða biðskýli er nú komið upp á Hvanneyri. Um er að ræða skýli sem Guðmundur Hallgrímsson, íbúi á Hvanneyri, hagleiksmaður og snillingur, smíðaði. Eins og sjá má notaði Guðmundur gömul rafmagnskefli sem grunn að skýlinu. Við þökkum Guðmundi innilega fyrir þetta glæsilega skýli sem vonandi gagnast vel til að skýla börnum og fullorðnum fyrir veðri og vindum meðan beðið er. Um leið þökkum við Guðmundi fyrir framtakssemina og gott samstarf.

Framundan er uppsetning á nýju framtíðarskýli sem ráðgert er að verði staðsett við hringtorgið framan við GBF á Hvanneyri. Framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út og væntanlega mun uppsetning á skýlinu fara fram þegar aðstæður leyfa.

 


Share: