
Í þessum árlega bæjarmálaþætti fréttadeildar voru málin krufin og kom fram meðal annars hjá bæjarstjóra að á fjárhagsáætlun næsta árs væri gert ráð fyrir að gera framkvæmdasamning við hestamannafélagið Skugga um byggingu reiðhallar á hestamannasvæðinu á Vindási.
Fulltrúar úr bæjarráði sögðu frá stöðu mála eftir erfitt kennaraverkfall og verslunarmenn, Hlynur prestur, Theodór yfirlögregluþjónn og fleiri góðir gestir komu í spjall.
Gísli Einarsson fréttamaður var Bjarka fréttastjóra og fréttamönnum hans til aðstoðar í frábærum og jákvæðum fréttaþætti um bæjarmálin.
Þú getur nálgast útsendingu unglingana á www.borgarbyggd.is/odal.
ij.