Sýning í reiðhöllinni í Borgarnesi um helgina

nóvember 5, 2009
Sýningin “Viðþjónum þér” verður haldin í sýningar- og reiðhöllinni í Borgarnesi dagana 6. og 7. nóvember næstkomandi. Á sýningunni munu fyrirtæki kynna vöru og þjónustu fyrir forráðamönnum sveitarfélaga, stofnanna þeirra og fyrirtækja.
Dagskrá:
Föstudagur 6. nóvember:

  • Kl. 13. Sigríður Dögg Auðunsdóttir upplýsingafulltrúi Mosfellsbæjar fjallar um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ.
  • Kl. 15. Árni Jóhannsson fostöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins heldur fyrirlestur sem nefnist: Nú er lag til framkvæmda.
  • Kl. 16. Kristján Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ávarpar sýningargesti og svarar fyrirspurnum.

Laugardagur 7. nóvember:

  • Kl. 14. Elías Bj. Gíslason fostöðumaður Upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu heldur fyrirlestur sem nefnist: Ferðaþjónusta, tálsýn eða veruleiki.
  • Kl. 15. Helga Hansdóttir fjallar um öryggismál aldraðra.

Framkvæmdastjórn sýningarinnar er í höndum stjórnar Selás ehf. í Borgarnesi en skipuleggjandi er Markfell efh. í Reykjavík.
 
 
Ljósmynd af Borgarnesi: Guðrún Jónsdóttir
 

Share: