Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt Ólafsvíkuryfirlýsinguna

febrúar 15, 2008
10. Staðardagskrárráðsstefnan var haldin í Hveragerði 8.- 9. febrúar síðastliðinn og þar skrifuðu fulltrúar sex sveitarfélaga undir Ólafsvíkuryfirlýsinguna og þar á meðal Borgarbyggð. Með því að samþykkja viljayfirlýsinguna hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar lýst yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar og hafa að markmiði m.a. að athafnir í heimabyggð séu innan þeirra marka sem náttúran þolir, jafnt hnattrænt sem heimafyrir. Sjá hér hvað felst í Ólafsvíkuryfirlýsingunni.
Myndirnar eru teknar við undirskrift Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar í Hveragerði 8. febrúar af Stefáni Gíslasyni.

Share: