Sveitarfélagið Leirvík í Færeyjum sýnir Borgarbyggð samhug í kreppunni

október 20, 2008
Bréf hefur borist frá Byggðarráði Leirvíkur í Færeyjum til íbúa Borgarbyggðar þar sem segir að hugur Leirvíkinga sé hjá okkur eftir að fréttst hafi af fjármálakreppunni á Íslandi. Þess má geta að Leirvík er vinarsveitarfélag okkar í norrænu samstarfi.
Í bréfinu segir Friðgerð Heinesen borgarstýra Leirvíkur m.a. frá þeirri djúpu efnahagslægð sem herjaði á Færeyskt samfélag fyrir ekki svo löngu síðan eða upp úr 1990. Hún segir að þrátt fyrir mikla kreppu hjá þeim í nokkur ár, hafi þau fótað sig fljótt aftur og styrkts mjög á síðustu árum. Hún segir það von þeirra í Leirvík að eins verði það hjá okkur.
 

Share: