Svartur köttur, hvítur köttur

febrúar 1, 2008
Lítill gæfur svartur köttur með hvíta bringu og hvítar loppur hefur gert sig heimakominn við ráðhúsið í Borgarnesi að undanförnu og vælir þar ámátlega jafnt að morgni sem kvöldi. Hjörtu starfsmanna ráðhússins eru við það að bresta af vorkun- og tilfinningasemi og er því er eigandi kattarins vinsamlegast beðinn að huga að honum, til að starfmenn geti að fullu einbeitt sér að því sem þeir eiga að vera að gera. Kötturinn er með bláa ól um hálsinn en er ómerktur.
Mynd: Kötturinn fyrir utan ráðhúsið í morgun.

Share: