Borgarfjarðarstofa, Ferðamálasamtök Vesturlands og Neðribæjarsamtökin í Borgarnesi boða til fundar um ferðaþjónustu næstkomandi föstudag 11. mars. Margrét Björk Björnsdóttir atvinnuráðgjafi flytur framsöguerindi um tækifæri Borgarbyggðarsvæðisins. Fundurinn er „súpufundur“ og hefst stundvíslega kl. 12.00. Allir áhugasamir um ferðamál og eflingu ferðaþjónustu í Borgarbyggð eru hvattir til að koma á fundinn.