Í vikunni kom upp bilun í Deildartunguæð, sem flytur okkur heita vatnið frá Deildartunguhver. Af þeim sökum er lág birgðastaða í hitaveitutönkum á Grjóteyri við Borgarnes. Ekki bætti úr skák að vegna rafmagnstruflana hjá Landsneti var ekki hægt að dæla í þá af fullum krafti. Veitur þurfti því að lækka þrýstinginn í dreifikerfinu.
Nú er staðan sú að Veitur fara þess nú á leit við íbúa að fara vel með heita vatnið svo hægt sé að halda uppi þjónustu við heimili og því hefur sundlaugasvæði Íþróttamiðstöðvar Borgarness verið lokað um ókákveðin tíma eða þangað til Veitur gefa grænt ljós á opnun aftur. Hversu lengi það varir veltur á því hversu langan tíma tekur að fylla tankana. Það er kuldatíð í vændum og því mikilvægt að halda húsum heitum.
Veitur biðla til almennings að láta ekki renna í heita potta, hafa glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.