Sumarstörf hjá Borgarbyggð 2016

mars 15, 2016
Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2016
Flokkstjórar Vinnuskólans
Starfssvið:
Umsjón með hópum í almennum garðyrkjustörfum, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum.
Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
20 ára lágmarksaldur og reynsla af starfi með ungmennum.
Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu:
· Á Hvanneyri
· Á Bifröst
· Í Reykholti
· Í Borgarnesi
Leiðbeinendur í Sumarfjöri og Tómstundaskóla
Starfssvið:
Umsjón með hópum á sumarnámskeiðum og í Tómstundaskóla.
Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
20 ára lágmarksaldur og reynsla af starfi með börnum.
Sumarfjör og Tómstundakólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu:
· Á Hvanneyri
· Á Varmalandi
· Á Kleppjárnsreykjum
· Í Borgarnesi
Ráðningartímabilið er frá 1. júní til 19. ágúst.
Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2016
Umsókn með helstu upplýsingum um umsækjanda, menntun og fyrri störf ásamt ósk um starf og starfsstöð berist með tölvupósti á Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúa UMSB á siggadora@umsb.issem veitir nánari upplýsingar um störfin.
 

Share: