Sumarstörf fyrir börn í Borgarnesi

maí 31, 2012
Í sumar mun sveitarfélagið bjóða upp á sumarstarf fyrir börn og unglinga á öllum aldri í Borgarnesi.
 
Vinnuskóli Borgarbyggðarer starfræktur yfir sumartímann eins og undanfarin ár fyrir elstu nemendur grunnskólans og eru helstu verkefnin þessi:
Grænn hópur sem sér um opin svæði, almenn þrif og tilfallandi verkefni, vinna í leikskólunum, vinna í Óðali við sumarstarf yngri barna, vinna við smíðavöll og samveru/vettvangsfeðir o.fl. í Tómstundaskólanum og vinna við fótboltavöll og í Skallagrímsgarði.
Verksstjóri vinnuskólans er Sigurþór Kristjánsson (Sissi)
Fyrir börn fædd 1999-2001er boðið uppá sumarstarf þar sem hægt er að velja um að vera á smíðavelli, í Tómstundaskólanum (samvera, vettvangsferðir o.fl.) og/eða fara í leikskólaheimsóknir. Jón Örn Vilhjálmsson verður umsjónarmaður sumarstarfs fyrir þennan aldurshóp. Jón Örn er 25 ára með stúdentspróf frá MA og hefur starfað sem flokkstjóri hjá Skátafélagi Borgarness. Nemendur vinnuskólans munu einnig aðstoða við störf á smíðavelli og í Tómstundaskólanum. Leikskólastjórar í Klettaborg og Uglukletti sjá um að taka á móti börnunum í leikskólunum.
Fyrir börn fædd 2002-2005er boðið uppá gæslu í félagsmiðstöðinni Óðali. Helstu verkefni eru samvera, inni/útileikir og vettvangsferðir. Umsjón með starfinu hefur Lilja Gissurardóttir þroskaþjálfi og hefur sér til aðstoðar nemendur úr vinnuskólanum.
Fyrir börn fædd 2006 sem hefja grunnskólagöngu í haust er boðið uppá dvöl í Tómstundaskólanum í ágúst að loknu sumarleyfi. Starfið er á vegum leikskólanna og er helsta markmiðið að börnin kynnist umhverfi grunnskólans.
 
 

Share: