Sumarhiti í Reykholti

júlí 10, 2008
Veðrið sýndi síðar bestu hliðar í Borgarfirði í gær og þar var Reykholt engin undantekning.
Á meðfylgjandi mynd má sjá styttu Snorra Sturlsonar bera við heiðan himin í rúmlega tuttugu stiga hita.
Ef flett er upp á heimasíðu Veðurstofu Íslands má sjá fróðlega umfjöllun um hátt hitastig eftir Borgnesinginn og veðurfræðimanninn Trausta Jónsson, en þar kemur m.a. fram að hiti hefur aðeins sex sinnum verið bókaður 30°C eða hærri á Íslandi. Þessi tilvik eru:
 

  • Teigarhorn 24. september 1940 (36,0°C), ekki viðurkennt sem met,
  • Möðrudalur 26. júlí 1901 (32,8°C), ekki viðurkennt sem met,
  • Teigarhorn 22. júní 1939 (30,5°C),
  • Kirkjubæjarklaustur 22. júní 1939 (30,2°C),
  • Hallormsstaður júlí 1946 (30,0°C) og
  • Jaðar í Hrunamannahreppi júlí 1991 (30,0°C)
  • Hvanneyri 11. ágúst 1997 (30,0°C), sjálfvirk stöð

 
Ljósmynd: Stytta Gustavs Vigeland af Snorra Sturlusyni í Reykholti – Guðrún Jónsdóttir

Share: