Vinna er nú í fullum gangi við göturnar Birkiklett og Fjóluklett í Borgarnesi. Verið er að undirbúa göturnar fyrir malbikun en stefnt er að því að malbika þessar tvær götur á næstu dögum.
Það er fyrirtækið Borgarverk sem annast framkvæmdina.
Myndina tók Jökull Helgason.