Styrkir til uppbyggingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni

febrúar 17, 2009

Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að veita 100 milljónum króna af byggðaáætlun 2006-2009 til að styrkja uppbyggingu í ferðaþjónustu. Styrkirnir skiptast í tvo flokka og er nauðsynlegt að verkefnið sé atvinnuskapandi á viðkomandi svæði. Flokkarnir eru:

  • Móttökuaðstaða í höfnum fyrir farþega skemmtiferðarskipa, en varið verður 30 milljónum til upplýsingagjafar, fegrunar umhverfis, uppsetningar þjónustuhúss o.fl.
  • Nýsköpun í ferðaþjónustu, en varið verður 70 milljónum króna til uppbyggingar á nýjum svæðum, þróun á nýrru vöru eða þjónustu er styrkir viðkomandi svæði sem ferðamannastað. Við mat á umsóknum verður sérstaklega horft til nýsköpunargildis þeirrar vöru eða þjónustu sem sótt er um.
Styrkir geta að hámarki náð 50% af heildarkostnaði verkefnisins.
Leitað er eftir umsóknum frá klösum í ferðaþjónustu, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum og félagasamtökum.
Umsóknir sendist til Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri eða á elias@icetourist.is fyrir 6. mars nk.
 

Share: