Styrkir til náms, verkfæra- eða tækjakaupa

mars 15, 2016
Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms og verkfæra- eða tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðs fólks. Styrkirnir eru ætlaðir fötluðu fólki sem á lögheimili á Vesturlandi, er með varanlega örorku og hefur náð 18 ára aldri.
Umsóknir skulu berast til félagsþjónustu Akraneskaupstaðar, félagsþjónustu Borgarbyggðar eða Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir 21. mars n.k.
Umsóknareyðublað má nálgast á slóðinni:
 
Reglur um styrkina má finna hérna.
 
 

Share: