Borgarbyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála á árinu 2011.
Um styrki geta sótt félög og aðrir aðilar sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi.
Umsóknum þurfa að fylgja yfirlit yfir fjárhagsstöðu síðasta árs, yfirlit yfir fjölda virkra iðkenda og aldursskiptingu þeirra, fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og áætlanir um umfang starfsins.
Úthlutunarreglur má finna á vef Borgarbyggðar¸ https://borgarbyggd.is/stjornsysla/samthykktir-og-reglur/.
Umsóknir og fylgigögn þurfa að hafa borist fræðslustjóra, í Ráðhús Borgarbyggðar, í síðasta lagi klukkan 12:00 föstudaginn 29. apríl 2011. Umsóknir verða afgreiddar á fundi tómstundanefndar mánudaginn 2. maí.