Styrkir frá Menningarráði Vesturlands

október 9, 2008
Þriðjudaginn 14. október næstkomandi mun Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands verða til viðtals milli kl. 16:00 og 17:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og kynna reglur um úthlutun styrkja frá Menningarsjóði Vesturlands. Einnig mun hún veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknir um styrki á árinu 2009. Elías Árni Jónsson frá Atvinnuráðgjöf SSV verður einnig til viðtals á fundinum.
Mikilvægt er að allir þeir sem hyggja á að senda umsóknir til sjóðsins kynni sér hvaða möguleikar eru þar í boði. Aðilar eru hvattir til að nýta sér ofangreindan viðtalstíma og/eða kynna sér reglur sjóðsins á vef Menningarráðs Vesturlands sem er www.menningarviti.is.

Myndina tók Guðrún Jónsdóttir af myndverkinu Sonatorreki (eftir Ásmund Sveinsson) við Borg á Mýrum.

Share: