Stuttmyndanámskeið í Óðali

maí 6, 2015
Stuttmyndanámskeið Óðals fyrir nemendur í 8. – 10. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar. Námskeiðið hefst þann 11. maí og verður í fjögur skipti (11., 13., 18., og 20. maí) frá kl 17:00 – 20:00.

 
 
Á námskeiðinu verður hægt að fá kennslu við ýmislegt –
• heimilda(stutt)mynd,
• stop motion,
• leikna stuttmynd,
• tónlistarmyndband,
• handritagerð,
• plaggatgerð,
• o.fl.
Einnig ef nemandi er með óklárað verkefni sem hann þarfnast aðstoðar við er sjálfsagt að hjálpa til við það!

Mælt er með því að hver og einn komi undirbúinn á námskeiðið –
• verð ég ein/nn eða í hóp?
• vantar mig leikara?
• þarf ég að nota t.d. legokalla eða eitthvað annað “props”?
• kem ég til með að nota handrit/söguþráð?
• vantar mig búninga?
• o.s.fr.v

Á staðnum er ein upptökumyndavél, ein GoPro og nokkrar ljósmyndavélar og þrífætur en gott væri ef hver og einn kæmi með sína/r vél/ar ef viðkomandi hefur tök á. En auðvitað verður skipst á með þær vélar sem til eru.

Á síðasta degi námskeiðisins stefnum við á að halda sýningu á verkum nemendanna fyrir foreldra og vini. Það verður auglýst seinna.
 
Hægt er að skrá sig á netfangið siggi@umsb.is
 

Share: