Straumleysistilkynning frá Rarik á Vesturlandi
Straumlaust verður í hluta Borgarness í nótt, frá miðnætti og til klukkan 05. Það leiðréttist hér með að ekki verður straumlaust í öllu Borgarnesi eins og sagt var hér frá í morgun. „Staumleysi varðar einungis notendur í Brákarey sem tengjast spennistöð 58 og þá notendur sem tengjast spennistöð 57 við Brákarbraut 3 (gamla Kaupfélagið). Það er því í Egilsgötu, hluta af Brákarbraut, Skúlagötu, Bjarnarbraut, Bröttugötu og Brákarsund. Dreifimiðar voru bornir í hús til þess að láta notendur vita af fyrirhuguðu straumleysi. Einnig voru send SMS skilaboð til notenda í morgun, en það er verklag sem Rarik hefur tekið upp til þess að bæta þjónustu við viðskiptavini sína varðandi straumleysi í dreifkerfinu,“ segir í tilkynningu frá Rarik.