Stórskemmtilegir tónleikar á sumardaginn fyrsta

apríl 26, 2019
Featured image for “Stórskemmtilegir tónleikar á sumardaginn fyrsta”

Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa nú um nokkurra ára skeið verið með samstarfið „Að vera skáld og skapa“. Að þessu sinni unnu nemendur og kennarar með ljóð Böðvars Guðmundssonar. Safnahúsið útbýr ljóðahefti og nemendur semja tónlisti við ljóð.  Endar samvinnan svo ár hvert á tónleikum á sumardaginn fyrsta. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir, flutt voru 20 lög sem voru ólík og skemmtileg. Nemendur voru allt frá þriggja ára aldri og var samkoman einkar vel sótt. Böðvar Guðmundsson kom á tónleikana sem var mjög ánægjulegt og var hann ánægður með uppskeruna.

Það er komin hefð á þetta samstarf og gaman að geta þess að um ármót eru nemendur og kennarar farnir að bíða spenntir eftir ljóðaheftunum.

Mynd: Böðvar Guðmundsson


Share: